Ég var ekki komin nema þrjú skref frá húsinu í morgun þegar það rann upp fyrir mér að líklega væri gáfulegt að fara aftur inn og ná í regnhlíf. Ég gekk tvö skref til baka og þá rann upp fyrir mér að það hefði þá verið gáfulegra að stinga á sig húslyklum svo ég kæmist örugglega inn aftur.
Það versta er að þetta er annan daginn í röð sem ég gleymi lyklakippunni minni heima. Í gær hafði ég bara gleymt að færa hana á milli yfirhafna. Í morgun hafði ég stungið henni í vasann á yfirhöfninni sem ég ætlaði að fara í til að gleyma henni nú örugglega ekki. Og svo skipti ég náttúrlega um skoðun, fór í aðra yfirhöfn og gleymdi lyklunum.
Alzheimerinn er að ágerast.
Kæri efnafræðistúdent, viltu hafa samband einhvern tíma seinnipartinn í dag svo ég komist örugglega inn heima til að elda kvöldmat handa þér? (En það þýðir ekkert að beita þvingunum og heimta lasagne, systir þín er jú með lykla líka.)