Ég er að skoða vefinn hjá neðanjarðarlestunum í London (það eru meðal annars ,,tube games" þar - mér finnst að Strætó ætti að vera með svoleiðis hjá sér) og svo er könnun þar sem maður getur lýst skoðun sinni á því hvað fer mest í taugarnar á manni við aðra farþega. Á meðal möguleikanna eru:
o People with accordions.
o People who look like they may have an accordion at home.
Og við þann möguleika er mynd af náunga í íslenskri lopapeysu, ég er ekki frá því að mér finnist hann kunnuglegur en það getur verið missýning. Kannski er þetta íslenskur harmonikuunnandi.
Reyndar er athyglisvert að ,,fólk sem lítur út fyrir að geta átt harmoniku heima" er mun óvinsælla en ,,fólk með harmoniku".