Ég var að sjá frétt á Sky News um The Official Black Pudding Throwing Championships-keppnina, sem haldin var í dag í Bury í Lancashire - ,,the black pudding capital of the world". Þar er keppt í að henda sláturkeppum í stóra Yorkshire puddings sem er raðað á palla í sirka 6 metra hæð. Sagt er að þessi siður eigi rætur að rekja allt aftur til Rósastríðanna.
Ég veit ekki, mér finnst þetta vond meðferð á mat. En kannski búa þeir til vont slátur í Lancashire og dettur ekkert betra í hug að gera við það. Ég hef bara borðað black pudding í York, hjá matarsagnfræðingnum Lauru Mason, og fannst engin ástæða til að henda honum í eitt eða neitt. Síst af öllu Yorkshire puddings, sem er reyndar allt önnur tegund matar þótt pudding-heitið sé sameiginlegt.
Hmm, kannski ætti ég að hafa roastbeef og Yorkshire pudding í matinn bráðlega. Ekki black pudding, ég á ekki svínablóð.