Lester Maddox og Strom Thurmond hrökkva upp af með dags millibili - það breytir nú aldeilis stöðunni hjá stiffs.com (þar sem maður getur veðjað um hvaða frægukallar og kellingar eru líklegust til að sálast ár hvert). Þeir voru báðir á topp tíu listanum. Og þá hlýtur sá þriðji að fara á næstu dögum - hver ætli það verði? Bob Hope? Reagan? Páfinn?
Saddam Hussein er nú ekki nema í 45. sæti á listanum, næstur fyrir neðan amerísku matargoðsögnina Juliu Child og nokkrum sætum fyrir neðan Osama bin Laden. Þeir þarna hjá stiffs.com hafa ekki haft neina ofurtrú á að Bush og Rumsfeld tækist að koma þeim fyrir kattarnef.
Annars sérkennilegt að það skyldi verða svona stutt á milli þessara tveggja karlskrögga, sem báðir voru ákafir baráttumenn gegn réttindum svertingja í Suðurríkjunum á sjötta og sjöunda áratugnum.
En Maddox kunni víst að steikja kjúkling. Veit ekki með Thurmond.