En - svona í framhaldi af því sem ég nefndi áðan - ef þið viljið nú breyta eitthvað til með caprese-salat (tómatar, mozzarella, basilíka, jómfrúarolía), þá mæli ég ekki með balsamediki, sólþurrkuðum tómötum eða öðru slíku sem á alls ekki heima í svona salati og eyðileggur bragðjafnvægið alveg. Frekar gera eins og á Sikiley og í grennd við Napólí - þar er hnefafylli af klettasalati oft sett ofan á ostinn og tómatana í staðinn fyrir basilíku, og ferskt oregano. Sjávarsalt og nýmalaður pipar. Meiriháttar.
Reyndar mundu Suður-Ítalir líklega ekki nota klettasalat, heldur villtan ættingja sem heitir rughetta. En það fæst ekki hér og klettasalatið dugir alveg.