Ég bauð efnafræðistúdentinum út að borða á Tapasbarinn í tilefni þess að hann var að ljúka prófum. Það var fínt nema mér tókst náttúrlega að fara óendanlega í taugarnar á honum með því að vera ósammála honum um segulskaut jarðar, lífrænt teflon og sitthvað fleira. Ég má það, ég er mamman.
Auður Haralds er í sjónvarpinu að útbúa tómat- og mozzarellasalat. Ég hef ekkert á móti insalata caprese, hreint ekki, það er eiginlega alveg perfekt sumarsalat, en ég vildi að fólk færi að fá hugmyndaflug fyrir eitthvað annað. Plís.