(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

14.5.03

Eitthvað var ég að tjá mig hér á dögunum af lítilli hrifningu um breytingaskeiðsmatreiðslubækur og þess háttar en játaði reyndar í leiðinni að konseptið eitt væri nóg til að fæla mig frá, ég hefði ekki haft mikinn áhuga á að fletta bókunum. Nú barst mér í hendurnar uppskrift úr slíkri bók og fékk grunsemdir mínar staðfestar: þetta er, eins og efnafræðistúdentinn mundi segja, ekki minn tebolli. Ábyggilega hrikalega heilsusamlegt og hollt og getur meira að segja hugsanlega verið gott, ef maður er fyrir svona á annað borð. Ég held samt að ég láti vera að baka þessa köku. Eða brauð eða hvað þetta er. Þegar þar að kemur ætla ég að fá að fara á mitt breytingaskeið í friði og verða alveg ofboðslega geðvond og pirruð og leiðinleg. Og borða það sem mér sýnist.

Þetta heitir Menopause Cake á ensku. Mér finnst það ekki hljóma vel, og ekki Tíðahvarfakaka heldur.

100 g sojamjöl
100 g heilhveiti
100 g hafragrjón
100 g hörfræ
50 g sólblómafræ
50 g graskersfræ
50 g sesamfræ
50 g möndluflögur
200 g rúsínur
1/2 tsk múskat
1/2 tsk kanell
1/2 tsk engifer
425 ml sojamjólk
1 msk maltextrakt


Öll þurrefnin sett í skál og blandað vel saman. Sojamjólk og maktextrakti hrært saman við og blandað vel. Látið standa í hálftíma. Á meðan er ofninn hitaður í 190°C. Lítið jólakökuform smurt og fóðrað með bökunarpappír. Deigið athugað og ef það er of þykkt (það á að vera eins og jólakökudeig, ekki eins og brauðdeig) er meiri sojamjólk hrært saman við. Sett í formið og jafnað. Bakað í 1 klst 15 mínútur. Þá er kökunni hvolft úr forminu og hún látið kólna. Skorin í þykkar sneiðar og borðuð með einhverju svakalega heilsusamlegu viðbiti.

|