Önnur athyglisverð grein úr Guardian er hér. Þarna er verið að tala um flutning á fersku grænmeti og ávöxtum um þveran og endilangan hnöttinn og kostnaðinn sem af því hlýst - það er að segja, ekki flutningskostnaðinn, heldur umhverfiskostnaðinn; mengunina sem af því hlýst að fljúga með eitthvað þúsundir kílómetra sem kannski væri eins hægt að rækta í næsta hreppi. Auðvitað er margt þarna sem á ekki alveg við hér - það er takmarkað sem hægt er að rækta hér um hásumarið, hvað þá árið um kring - en samt umhugsunarvert. Líka verið að benda á þarna að frosið grænmeti sé oft næringarmeira og bragðbetra en grænmeti sem hefur þurft að þola nokkurra vikna bið í gámum, vöruskemmum og verslunum.