Nú gerðist það aftur að einhver Saúdi-Arabi sem sló inn sex.konan í leitarvél fékk beina vísun á bloggið mitt. Ég fer að hafa áhyggjur af þessu. Eða hvað? Er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af því að ,,Results for 'sex.konan' @ MSN Shopping" skuli vera ég? Fer ég að eiga von á vafasömum tilboðum frá Saúdi-Arabíu?
Kannski fréttist næst af mér í haremi hjá einhverjum sjeik. Ég sé það alveg fyrir mér, með þjóna á hverjum fingri og kannski nokkra geldinga mér til skemmtunar. Ég mætti reyndar ekki keyra bíl en það geri ég ekki hvort eð er svo að mér er slétt sama. Verra að ég gæti ekki fengið mér vínglas með matnum en það mætti nú kannski díla eitthvað við geldingana um það.