Já, og gleðilegt sumar. Gleymdi því víst.
Hér á bæ er haldið fast í tradisjónir á sumardaginn fyrsta, enda er húsmóðirin skóluð af Tryggva Gíslasyni. Kaffi og pönnukökur á blárósóttum diski. Og vöfflur handa einum ákveðnum ónefndum gikk sem borðar ekki pönnukökur. Kókómjólk handa börnunum. Annað er ekki á boðstólum. Og er líka fullgott.