(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

18.3.03

Einhvern morgun fyrir rúmu ári sat ég á hótelherbergi í Colorado Springs og langaði að vita hvað væri að gerast í heiminum. Kveikti á CNN til að sjá áttafréttirnar. Fyrstu tíu mínúturnar voru helgaðar þyrluslysi í Afganistan - slysi, þyrlan hafði ekki verið skotin niður - þar sem tveir Bandaríkjamenn höfðu farist. Þar á eftir komu þrjár stuttar fréttir sem snerust allar um bandaríska hagsmuni í einhverri mynd. Þar með voru heimsfréttirnar búnar á CNN. Nema það var textaborði neðst á skjánum þar sem maður gat séð stuttar setningar um hvað var að gerast annars staðar. Ég hef komið heim eftir vist í landi þar sem ég skildi ekkert í tungumálinu og engin ensk blöð fengust og samt vitað mun meira um hvað var í gangi en ég vissi eftir þessa Bandaríkjaferð.

Eftir þessa reynslu dáist ég alltaf að þeim bandarísku kunningjum mínum sem hafa yfirleitt einhverja glóru um hvað er að gerast utan landamæra Bandaríkjanna. Þeir fá það allavega ekki fyrirhafnarlaust með morgunkaffinu.

|