Ef ég skyldi nú einhvern tíma gifta mig aftur (yeah, right!), þá skal ég lofa ykkur því að það verður engin brúðarterta. Tröllasúruvín, aldrei að vita. En ekki terta. Margbúið að sanna sig að ég á ekki að koma nálægt svoleiðis.
Efnafræðistúdentinn er aftur stunginn af á kóræfingu, hann hefur sérstakan hæfileika til að gera þetta þegar mamma hans þarf á því að halda að láta stjana við sig. Eða kannski þarf ég bara sérstaklega að láta stjana við mig þegar enginn er til þess.
Ég hefði alveg lifað af án þess að sjá þennan þátt af Bráðavaktinni sem var í kvöld. Ég sem var svo sátt við að Mark hyrfi bara úr sögunni ,,off-screen". Onei, þá var eytt heilum þætti í hann og dótturóværuna. Bah. En það verður allavega aksjón og læti í næsta þætti, ég er búin að sjá part af honum í þýska sjónvarpinu.
Þýðandi Bráðavaktarinnar þýddi Battleship Row á Hawaii sem ,,orrustuskipið Row". Hmm.
Hmm, er ég dálítið neikvæð í kvöld? Held það bara ...