,,Fjölskyldumeðlimirnir, og þá oft þeir, sem ekki taka þátt í vinnunni, hugsa til hennar með skelfingu, því að þeim finnst allt annað en notalegt að koma inn í hús, sem allt er á rúi og stúi. Hugsunarsöm húsmóðir tekur því tillit til þess í vinnuáætlun sinni, meðal annars með því að taka ekki mörg herbergi í einu og vinna þau verk, sem mest umrót fylgir, meðan eiginmaðurinn er ekki heima," segir Sigfríður Nieljohniusdóttir í kaflanum Aðalhreingerning í Húsmæðrabókinni, en bætir reyndar við: ,,Annars ætti eiginmaðurinn auðvitað að eiga sinn þátt í hreingerningunni, sérstaklega þegar erfitt er að fá nokkra húshjálp."
Í kaflanum Dagleg hreingerning stendur líka ,,Í herbergi húsbóndans verður að fara gætilega, svo að skjöl á skrifborði eða annarsstaðar ruglist ekki eða týnist."
Mig vantar svona húsmóður.