Efnafræðistúdentinn ætlaði að baka vöfflur með kvöldkaffinu í nýja vöfflujárninu. En í staðinn fór hann í bað. Það er nokkuð sem ég get næstum því afgreitt á meðan vöfflujárnið er að hitna (gamla járnið allavega, veit ekki enn með það nýja) en hjá honum tekur þetta lungann úr kvöldinu. Þetta eru vinir hans löngu búnir að læra; ef þeir hringja og spyrja um hann og ég segi að hann sé nýfarinn í bað, þá reyna þeir ekkert að hringja aftur næsta klukkutímann. Ég held þó að hann sé hættur að taka með sér lestrarefni í baðið, alllavega fer hann laumulega með það. Hann hefur þó aldrei lesið Nietzche í baði eins og sumir.