Af mbl.is:
,,Hópur franskra meistarakokka, rithöfunda og fjölmiðlastjarna hyggst á næstunni senda Jóhannesi Páli II páfa formlega bæn um að matgræðgi verði fjarlægð af listanum yfir dauðasyndirnar sjö, eftir því sem franska blaðið Le Journal du Dimanche greindi frá í gær.
Félagar í Samtökum um matgræðgis-málið, þ.ám. meistarakokkarnir Paul Bocuse og Alain Ducasse, viðurkenna að kjarni málsins felist í skilningi orðsins "gourmandise", sem í hugum flests frönskumælandi fólks hefur breytzt úr "ofáti" í að "kunna að njóta góðs matar"."
Jahá.
Reyndar hef ég aldrei alveg fattað þetta með dauðasyndirnar sjö þótt ég læsi einhvern tíma lærða kristilega grein um af hverju þær vísuðu veginn beint til helvítis. Þá finnst mér meira gaman t.d. að því hvernig Laukurinn lítur á málið - hér eru allar dauðasyndirnar teknar fyrir og settar í samhengi.
En vissuð þið að dauðasyndirnar sjö voru upphaflega átta?