Við vorum að tala um það við matarborðið á aðfangadagskvöld hvað jólamaturinn þetta árið væri fjölþjóðlegur. Dádýrið var frá Nýja-Sjálandi, andabringan frá Frakklandi, kastaníusveppirnir bæði hollenskir og íslenskir (þótt Hagkaup merkti þá sem ,,exótíska sveppi"), sykurbaunirnar frá Zimbabwe, trönuberin bandarísk, kartöflurnar íslenskar, eplin að ég held kanadísk, rauðvínið spænskt, súkkulaðið í eftirréttinn belgískt og svissneskt, hindberin dönsk, kaffið frá Kúbu - eitthvað mátti líka finna þarna franskt, ítalskt og portúgalskt ef að var gáð og sjálfsagt komu fleiri þjóðir við sögu.
Ég var semsagt ekki mjög þjóðernissinnuð í mér á aðfangadagskvöld þetta árið en það var auðvitað bætt upp daginn eftir, með hangikjöti, laufabrauði, Ora baunum, malti og appelsíni. Og Nóakonfekti á eftir.