Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara í vinnuna en komst að þeirri niðurstöðu að ég gæti alveg eins vel skrifað greinina sem ég þarf að skrifa hér heima - eða jafnvel frekar, ég er með flestar bækurnar sem ég þarf að nota hér og þyrfti þá að burðast með þær vestur eftir. Og ég nenni því ekki í svona kulda - jólin eru kannski ekki orðin hvít en allavega pínulítið grá, að minnsta kosti hús- og bílþök í grenndinni.
Sauðargæran var rosalega hrifinn af hávaðaleikfanginu sem ég gaf honum í jólagjöf, svo hrifinn að ég held að foreldrar hans hafi falið það þegar þau komu heim með hann á aðfangadagskvöld og ekki afhent honum það síðan. Enda var hann þá búin að spila Old McDonald had a farm að minnsta kosti sjötíu sinnum. Tækið gefur líka frá sér baul, jarm og önnur hljóð dýranna á bænum hjá McDonald en drengurinn var langhrifnastur af söngnum.