Þráinn Bertelsson er að skrifa um það í Fréttablaðið að það þurfi að hafa uppi á þeim fjölskyldum sem hafa komið óorði á fjölskylduboð, svo að allir séu núna farnir að trúa því að þau séu hundleiðinleg. Mér finnst fjölskylduboð afskaplega skemmtileg og er eindregin stuðningskona þeirra, hvar og hvenær sem er - NEMA ekki á jóladag. Alla aðra daga ársins. Á jóladag á maður að vera heima hjá sér, sofa fram eftir, borða kalt hangikjöt með laufabrauði og Ora grænum baunum og fá sér jólakonfekt með kaffinu. Á náttfötunum ef manni sýnist svo. Leika sér að jóladótinu eða lesa jólabækurnar. Ekki vera að klæða sig uppá og fara út í bæ. Svo er hægt að hafa jólaboð í lange baner á annan og hvern einasta jóladag eftir það, allt fram á þrettánda.
27.12.02
- Ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að far...
- Úbbs, Russell Crowe bauð öllum gömlu kærustunum í ...
- Rétt áður en búast mátti við fyrstu gestum á Þorlá...
- Æi, jólin eru annars alveg ágæt. Það er að segja e...
- Undirbúningi fyrir mitt árlega Þorláksmessuboð er ...
- Mér brá snöggvast allsvakalega þegar ég leit út á ...
- Yfirleitt er ég nú frekar geðgóð kona og ósköp hup...
- Ég er soddan snillingur. Var að takast að sjóða 12...
- Ég held að það séu næstum allir farnir í jólafrí h...
- Við efnafræðistúdentinn áttum alveg einstakt fjöls...