Áðan fór ég inn á femin.is og þá rann upp fyrir mér að ég hef ekki verið alveg með á nótunum í jólaundirbúningnum. Það fyrsta sem blasti við augum á forsíðunni var nefnilega eftirfarandi klausa:
,,Jæja, þá hafið þið vonandi getað tekið nokkrar léttar æfingar í jólastressinu og eruð búin að ná tökum á því hvernig hægt er að ná fullnægingu."
Ansans. Ég hélt ég væri með jólahaldið undir kontról en þetta gleymdist. Skyldi vera of seint að kippa þessu í lag fyrir áramótin?