Kosningar helgarinnar - og önnur lota
Þá er komið á hreint hvernig kosning helgarinnar fór (við erum ekkert að tala um formanns- og varaformannskosningar í hinum ýmsu flokkum hér) og eftir æsispennandi baráttu nauta- og hreindýrakjöts seig nautið framúr á lokametrunum; önnur úrslit voru skýrari:
Naut 20
Hreindýr 18
Gæs 23
Svartfugl 12
Hörpuskel 9
Humar 27
Silungur 27
Þorskur 11
Naut, gæs, humar og silungur fara áfram - og þá er það seinni lotan í þessari umferð:
Lamb gegn folaldi: Kannski ójafn leikur en folaldið átti sér mjög eindregna stuðningsmenn í fyrstu umferð, svo hver veit?
Önd og kjúklingur: Þá er það fiðurfénaðurinn. Ég er með aliönd í huga en þeir sem vilja miða við villiönd mega svosem gera það.
Lúða/rauðspretta: Flatfiskarnir takast á. Það má miða við stóra eða smáa lúðu; og rauðsprettusmörrebröd mín vegna.
Skötuselur gegn túnfiski: Ferskur snöggsteiktur túnfiskur er það sem ég er með í huga en þið getið miðað við dósatúnfisk ef þið viljið ...
Og kjósið nú!