Smekkkeppnin, önnur umferð
Þá er fyrstu umferð í smekkkeppninni lokið og úrslit fjórðu og síðustu lotu urðu svona - svínið tapaði aftur en munurinn var þó töluvert minni. Hitt var nú nokkuð ótvírætt:
Önd 24
Svín 13
Naut 31
Hross 6
Túnfiskur 27
Síld 9
Blálanga 7
Rauðspretta 23
Næsta umferð skiptist í tvær lotur og ætli ég setji ekki bara þá fyrri hér strax - hún mun þó standa fram á mánudagsmorgun. Hér gæti keppnin sumstaðar orðið mun harðari en í fyrstu umferðinni.
Hreindýr gegn nauti: Nautasteikin eða villibráðin, hvor skyldi nú hafa það?
Gæs/svartfugl: Meiri villibráð - fjall eða fjara?
Humar og hörpuskel: Grillaður hvítlaukshumar eða snöggsteikt risahörpuskel (eða hvernig sem þið viljið hafa það).
Silungur og þorskur: Forvitnilegt að sjá hvernig það fer.
Kjósið nú - og góða skemmtun!