(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

27.3.09

Lúðan hafði það - og síðasta lotan hefst

Jæja, þetta var nú hvergi tvísýnt nema milli lúðunnar og saltfisksins, sem börðust um sætið fram á síðustu stund. Lúðan hafði það þó svo að ég þarf ekki að greiða atkvæði. Það var mjótt milli hrefnu og svartfugls framan af en svo tók fuglinn örugga forystu.

Lamb 37
Svín 2

Hrefna 11
Svartfugl 26

Lax 11
Silungur 25

Lúða 19
Saltfiskur 17

Þá er það síðasta lotan:

Önd (aliönd) gegn ... svíni. Já, ég veit, en það komu svo margar kvartanir um að það væri ósanngjarnt að etja saman svíni og lambi svo að svínið fær – hvað heitir það í júdóinu? Uppreisnarglímu?

Naut og hross (fullorðið): Sjálfsagt ójafn leikur en miðað við allt það hrossakjöt sem selt hefur verið sem fínasta nautakjöt á íslenskum veitingahúsum í gegnum tíðina er aldrei að vita ... Sjálf er ég ekki viss hvort ég mundi kjósa fremur, nautalund eða góða hrossalund, svo dæmi sé tekið.

Túnfiskur gegn síld: Ég er ekki með dósatúnfisk í huga en þið ráðið við hvað þið miðið. Eins með síldina, flestir þekkja jú best síld í kryddlegi ...

Rauðspretta og blálanga: Er í smávandræðum hér, veit ekki hvað blálanga er vel þekkt – en sjáum til hvað gerist.

Kjósið nú!

Þessi lota stendur bara til miðnættis því að ég verð ekki viðlátin í fyrramálið, þarf að skreppa norður í land í birtingu. Reikna með að koma aftur annað kvöld nema ég verði veðurteppt á leiðinni náttúrlega – sé til hvort ég set 2. umferð af stað í kvöld en hún mun allavega standa fram á mánudag.

|