(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

27.9.08

Skyldleikaræktun og pitcairníska

Ég var að fá matreiðslubók frá Pitcairn-eyju, þar sem afkomendur uppreisnarmannanna á Bounty búa. Ég átti bók með nokkrum uppskriftum þaðan (og frá öðrum Kyrrahafseyjum) en þetta er semsat spes Pitcairn-matreiðslubók, sem er afskaplega gott mál upp á matreiðslubókasafnið. Banana-, brauðaldin-, papaja-, fisk- og villigeitaruppskriftir og svona.

Höfundurinn er Irma Christian. Aftast í bókinni birtir hún komplett ættartölu sína frá landnámi Pictairn árið 1790. Fletcher Christian, foringi uppreisnarmannanna, var fjórfaldur forfaðir hennar og félagar hans álíka margfaldir þarna hver um sig, sýnist mér. Minnir mig á mína ættartölu, ég er álíka skyldleikaræktuð og Pitcairn-búar.

Enginn ættfeðra minna og mæðra hafði þó hugmyndaflug (eða skort á því) til að láta barn sitt heita Miðvikudagur Febrúar eða eitthvað svoleiðis. Sonur Fletchers hét Thursday October Christian.

Svo er orðalisti með nokkrum tugum orða á pitcairnísku. Nú veit ég til dæmis að pilly-pilly þýðir eitthvað sem er límt saman og eyulla þýðir að einhver sé að spila sig eldri en hann er.

Þetta getur örugglega verið mjög gagnlegt að vita.

|