Meðferð tilvitnana
Mér finnst að þegar dagblöð (24 stundir í þessu tilviki) eru að vitna í bloggið manns og þurfa endilega að klippa aftan af málsgrein og taka þar með burt hluta af meiningunni eigi þau að sýna það með þrípunkti. Lágmark. Ekki bara láta tilvitnunina enda á kommu. Það þætti nú ótækt í bókabransanum þótt það sé kannski gúterað í blaðamennsku, hvað veit ég.