Planið fyrir kvöldið
Ég sé að Barnaby lögregluforingi er í sjónvarpinu á eftir. Ég ætla bara rétt að vona að það banki ekki áður óþekkt afkvæmi uppá hjá honum.
Eða nei, Barnaby er í hamingjusömu hjónabandi ólíkt flestum öðrum sjónvarpslöggum.
Ég ætla hins vegar ekki að hreyfa mig úr sjónvarpsstólnum í kvöld. Mundi ekki standa upp þótt áður óþekkt afkvæmi hringdi bjöllunni. Eða þekkt, ef því er að skipta. Í kvöld ætla ég að vera gömul og þreytt og löt og leiðinleg. Sem sagt, ég ætla að vera ég sjálf.
Og horfa á Barnaby. Og spila Loops of Zen í fartölvunni.
En á morgun er ég að fara á matarráðstefnu í Iðnó og dinner á eftir. Það gæti nú orðið nokkuð gaman.