(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

22.9.08

Sjeik til prufu

Ég rak augun í auglýsingu á Facebook áðan: Fáðu frían prufupakka með sjeikum ... Aha, hugsaði ég, enn með fréttirnar frá í morgun í huga, mikið væri ég til í prufupakka með nokkrum forríkum arabískum sjeikum. Svo lengi sem það væri bara til prufu.

En svo var framhaldið eitthvað með súkkulaði og te og eitthvað svo að sennilega eru þetta ekki svoleiðis sjeikar. Frekar einhverjir svona hörbalæfsjeikar.

Og það er ekki minn stíll. Ég var meira með einhverja svona rómantíska Arabahöfðingja í huga, svona einhverja a la The Sheik (ekki alveg samt Rudolph Valentino, ég mundi vilja karlmannlegri sjeik) sem ræna manni og þeysa með mann út í eyðimörkina ... nema sjeikinn í þeirri sögu nauðgaði stúlkunni ef ég man rétt, sem var ekki mjög rómantískt, en undir sögulok kom í ljós (minnir mig) að hann var enskur að minnsta kosti í aðra ættina og þá var það alveg í lagi, enda var stúlkan þá einmitt orðin ástfangin af honum og hann af henni og allt orðið voða rómantískt aftur.

En ég er kannski að fara með fleipur, það eru einhver 35 ár síðan ég las þetta. Ég semsagt væri til í prufupakka með svona sjeik, mínus nauðgunin náttúrlega.

|