Hvar er miðborgarstjórinn?
Hvað varð annars um miðborgarstjórann, er hann ekki enn að störfum?
Ég spyr nú bara vegna þess að mér ofbýður gjörsamlega girðingin við grunninn á Laugavegi 74 (eða er það 72?), sem er búin að liggja flöt síðan á menningarnótt, staurarnir og vírnetið út á miðja gangstétt, gangstéttarhellurnar allar úr lagi færðar og sumar hrundar ofan í grunninn og allt vaðandi í rusli, þetta er eins og versta stórborgarslömm að sjá. Nítjándu aldar götumynd, kannski? Ég er búin að sjá marga útlendinga síðustu daga stoppa og taka myndir af dýrðinni.
Það getur varla verið svo mikið mál að laga þetta og reisa girðinguna við, þótt ekki sé nú annað. Sök sér þótt hún sé svona í einn eða tvo daga; tíu dagar er annað mál.