Matargerð í Pyongyang og á Falklandseyjum
Stefán minnist á norðurkóreskar matreiðslubækur í athugasemd hér að neðan. Það er nú ekki sérlega mikið úrval af slíku góssi á markaðnum, aðallega þessi hér; ég hef nú engar sérstakar áhyggjur af því að pláss hennar í bókahillunum mínum losni á næstunni vegna landafækkunar.
Svo eiga nú ýmsar bækur sess í svæðistengda hluta matreiðslubókasafnsins þótt ekki sé um sjálfstæð ríki að ræða - þarna eru t.d. bækur frá Færeyjum og Grænlandi (nema hvað), Hjaltlandseyjum, Orkneyjum, Suðureyjum, Madeira, Kanaríeyjum svo nokkrar Atlantshafseyjar séu taldar - og ég á í pöntun matreiðslubók frá Falklandseyjum, þar sem mér skilst að sé m.a. uppskrift að pavlovu úr mörgæsaeggjum.