Alvörukarlmenn, fólk sem er ofaukið og Ólaf á Bessastaði
Ég ætla ekki að segja að mér finnist æðislegt að sjá stóra og sterka karlmenn gráta, það mætti misskilja það. En mér finnst vissulega æðislegt að sjá stóra og sterka karlmenn sem eru ekki hræddir við að gráta og sýna tilfinningar og skammast sín ekkert fyrir það.
Og maður hefur jú fengið að sjá töluvert af því síðustu vikuna.
Það sem ég vil afturámóti alveg sjá minna af við svona tækifæri er stjórnmálamenn. Og Valgeir Guðjónsson og Páll Óskar og Laddi, ef út í það fer.
Forsetinn og Þorgerður Katrín, fínt. Hanna Birna og Þórunn Sveinbjarnar, nah.
En ég hefði viljað sjá meira af gömlu handboltaköppunum. Eða bara sjá þá yfirleitt, þeir sáust ekkert fyrir pólitíkusunum.
Og endilega meira af Ólafi Stefánssyni. Mér finnst að hann ætti að verða næsti forseti. Ég mundi allavega kjósa hann. Virkjum Bessastaði.