(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

1.9.08

Heimsins besta (múskat)eplakaka

Múskat, já. Það er afskaplega fínt krydd þar sem það á við. Í réttu magni. Múskathnetur innihalda myristicin, ofskynjunarefni sem getur haft mjög óþægilegar aukaverkanir og jafnvel dregið fólk til dauða en er hins vegar algjörlega hættulaust í því magni sem heilvita fólki dettur í hug að setja það í uppskriftir. En sumir fara ævinlega eftir uppskriftinni í blindni og ég tala nú ekki um þegar hún heitir Heimsins besta eplakaka, eins og var í þessu tilviki. Og borða meira að segja útkomuna og gestirnir svo kurteisir að þeir hakka hana í sig líka ...

Múskat var annars stundum notað í bandarískum fangelsum fyrr á árum til að komast í vímu og William Burroughs skrifaði um reynslu sína af múskatneyslu í Letter from a master addict of dangerous drugs. Hún var ekki góð.

Annars er það tóm della sem stendur í Moggafréttinni um að þarna hafi átt að standa tvær teskeiðar. Uppskriftahöfundurinn skrifaði ,,20 riv muskotnöt", þ.e. 20 rifur af hnetu - semsagt hnetunni strokið 20 sinnum eftir rifjárninu. Einhver velmeinandi en afskaplega ómatvís prófarkalesari breytti þessu í 20 rivna muskotnöt - tuttugu rifnar hnetur. Sem er skelfilega mikið en ég skil nú ekki af hverju ritstjórinn segir að það sé erfitt að komast yfir svona mikið af múskathnetum, ég keypti fyrir nokkrum árum poka með 50 hnetum í einhverri búð hér.

En allavega, hún segir svo í viðtölum við sænska fjölmiðla að ,,1 kryddmått" sé kappnóg. Sænskt kryddmál er 1 ml, þ.e. 1/5 úr teskeið - tíu sinnum minna en stendur í Moggafréttinni; ekki veit ég hvaðan þessar tvær teskeiðar eru komnar. Ég hugsa að manni gæti orðið nokkuð bumbult af þeim skammti. Og kakan yrði ekkert sérstök.

|