Glitnir, gjafir, sjeikar og barnabörn
Eldra barnabarnið hafði haft einhverjar spurnir af Glitnismálum í morgun og þegar hún hitti móður sína í hádeginu hafði hún mikinn áhuga á að vita hvar ég væri með mín viðskipti. Hún hafði nefnilega áhyggjur af því að ég hefði tapað peningunum mínum og hefði þarafleiðandi ekki efni á að kaupa gjafir handa sér á Ítalíu ...
Nei, ætli það verði þá ekki frekar vegna gengismála ef ég tími ekkert að kaupa handa henni. Mín viðskipti eru annars aðallega við Kaupþing og þar treysti ég á blessaðan sjeikinn, hann hlýtur að bjarga málum ef á þarf að halda. Glitnismenn klikkuðu á því að vera ekki með sjeik í bakhöndinni.
Annað hef ég eiginlega ekki um bankamál að segja. Ekki minn tebolli.