(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

26.7.08

Silfurverðlaun og Mera-Úlfur

Jæja, stelpurnar fengu silfurverðlaun á mótinu í Danmörku, sem er virkilega góður árangur og miklu betri en nokkur átti von á. Þær töpuðu úrslitaleiknum í dag fyrir franska liðinu en voru held ég ekkert að ráði óhressar með það - Hekla fékk að spila með hluta af leiknum og þótt það hefði náttúrlega verið skemmtilegra að vera með í sigurleik er líka gaman að spila úrslitaleik í svona móti.

Mér skilst á mömmu hennar að stelpan sé hæstánægð með ferðina og mun jákvæðari gagnvart Jótlandsferðum en áður. En á morgun liggur leiðin til Kaupmannahafnar og beint heim.

Bróðir hennar er líka kominn að norðan og mjög hress með sitt ferðalag, bæði veiðiferðir á Ströndum með föðurafa sínum (veiddi að vísu ekkert) og hestastúss á Njálsstöðum með móðurafa sínum; tókst enda að herja út úr honum loforð um folald og telur sig því hestaeiganda. Ekki sjöfaldur afkomandi Mera-Eiríks fyrir ekki neitt og þaráofan kominn af kaupahéðnum af Berndsenættinni. Hann kunni afskaplega vel við sig í sveitinni og er sennilega búinn að ráða sig í kaupavinnu hjá refaskyttunni næsta sumar ef ég þekki hann rétt.

|