(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

15.5.08

Bloggvinsældaúttekt

Lilló er að gera athyglisverða úttekt á (mogga)bloggurum og áðan setti hann inn nokkur vænleg ráð til að fjölga heimsóknum. Nú hef ég engan sérstakan áhuga á því - mér dugir alveg að vera oftar en ekki eina kvenpersónan á topp tíu lista Blogggáttarinnar - en best að skoða hvernig ég stend í þessu. Hér eru ráðin:

Að skrifa um fjölskylduna / fjölskylduerfiðleika, einkum af hreinskilni, ekki síst um sjúkdóma eða önnur ámóta frávik.
Fjölskylduna, jájá. Fjölskylduerfiðleika, nei. Þeir eiga ekkert erindi á almannafæri.

Að hafa "lokkandi" fyrirsögn og inngang.
Kemur fyrir, jú. Einkum þegar ég er að vinna í kynlífsbókum.

Að skrifa um "heit" mál eins og trúmál, lögreglu- og dómsmál (einkum kynferðisbrot og ofbeldi), kynlíf. Alvarleg mál eins og skipulagsmál og heilbrigðismál hins opinbera eru ekki líkleg til mestu vinsælda, en ná til afmarkaðs markhóps þó.
Nei, geri lítið af því. Nema þegar ég er að vinna í kynlífsbókum náttúrlega.

Að skrifa margar færslur á dag.
Jájá, oftast nær.

Að tengja færslur við fréttir.
Neibb, klikka á því.

Að hafa eitthvað að segja sem skiptir máli!
Klikka alveg á því líka.

Að vanda sig og blogga frá hjartanu. Ef menn eru góðir skrifarar þá skilar það sér oftast í miklum lestri.
Ég vanda mig nú ekki mikið og les sjaldan yfir það sem ég skrifa fyrr en ég er búin að birta það. Frá hjartanu ... já, en ég er jú með hart hjarta. Segir hjartalæknirinn minn. En kannski eru pillurnar sem ég tek til að mýkja það eitthvað að virka.

Að tímasetja færslurnar vel; hugleiða hvenær fólk sest helst við tölvuna.
Tja, hálfþrjú að nóttu var minn uppáhaldstími hér áður fyrr. Ekki viss um að það sé lestrarhvetjandi nema maður sé Össur, sem ég er ekki. Og eftir að kæfisvefninn kom til sögunnar verð ég bara að blogga þá sjaldan ég er vakandi.

Að skrifa undir nafni (þótt nafnleysi útiloki ekki árangur).
Já, það geri ég nú. Var einu sinni að hugsa um að fara að blogga nafnlaust en ég hefði örugglega komið upp um mig samstundis með því að fara að tala um dippidútta eða nota eitthvert annað orð sem enginn brúkar nema ég.

Að vera vel og heppilega tengdur „bloggvinum“, sem heimsækja þig, kommentera og vísa á bloggið þitt hjá sér.
Ég hef aldrei fattað þetta bloggvinasístem. Ég á alveg slatta af bloggkunningjum samt. Suma þeirra hef ég meira að segja séð, aðallega á Þorláksmessu.

Hægt er að ná langt með því að skrifa fyrir sértækan markhóp. Skak.blog.is er dæmi; þröngur hópur en heilmiklar flettingar. Jens Guð höfðar til dægurtónlistarfólks.
Ég efast um að margir lesi bloggið mitt fyrst og fremst út af uppskriftunum sem ég set hér af og til.

Að bloggfærsla manns nái því að vera annað sýnishornið á forsíðu mbl.is, nái sýnishornunum 10 á blogg-forsíðunni sjálfri („Umræðn“), að komast í „heitar umræður“ og „vinsæl blogg“.
Almáttugur, nei ...

Alveg ljóst að hér væru einhverjir sóknarmöguleikar ef ég væri á þeim buxunum.

|