Bissnissmaður framtíðarinnar
Dóttursonurinn er mikill pælari og tekur oftast fullan þátt í samræðum við matarborðið. Á sínum nótum.
Í gærkvöldi var verið að ræða verðhækkanir og minnst á að IKEA ætlaði ekki að hækka verð. Þá tilkynnti drengurinn:
-Ég er að hugsa um að kaupa IKEA.
Fjölskyldunni leist vel á þessi áform hans nema fjármögnun var talin geta orðið erfið, sérstaklega þar sem kom í ljós að hann var ekki bara að meina IKEA á Íslandi. Hann ætlaði í almennilega útrás.
En þá heyrðist drengurinn tauta niður í bringuna á sér:
-Og svo ætla ég að hækka verðið.
Hann sá semsagt tækifæri í þessari stöðu: Fyrst þessir aular í IKEA ætluðu ekki að hækka, þá ætlaði hann að nota tækifærið, kaupa sjoppuna og hækka allt saman.
Efnilegur.