(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

30.3.08

Ekki gera ekki neitt ...

Mér leist annars ekki á þegar ég kom heim í dag því það fyrsta sem ég rak augun í á ganginum niðri var bréf frá Intrum, stílað á gjaldkera húsfélagsins. Sem ég á víst að heita að nafninu til þótt ég hafi reyndar aldrei þurft að gera annað í því þetta eina og hálfa ár en hringja eitt símtal, greiðsluþjónustan hjá Sparisjóðnum sér um allt saman.

-Hver fjandinn hefur nú klikkað, hverju klúðraði ég, hugsaði ég og sá fyrir mér eitthvert rosa vesen eftir helgina, hlaup í Sparisjóðinn og hringingar í Intrum og ég veit ekki hvað og hvað.

En þá var Intrum bara að bjóðast til að yfirtaka innheimtuna. Sem ég sé enga ástæðu til, Sparisjóðurinn hefur séð ágætlega um það. Og illa gert af Intrum að hræða svona miðaldra konu sem kemur sæl og glöð heim úr saumaklúbbsferð til útlanda. Þeir ættu að senda svona bréf í ómerktu umslagi ...

Ég er allavega alvarlega að hugsa um að gera ekki neitt í málinu.

|