Fallandi gengi
Blessuð krónan bara í frjálsu falli.
Þetta á náttúrlega eftir að hafa áhrif á fjárhaginn þótt ég sé ekki með nein gjaldeyrislán. Og það verður ekki verslað mikið á ebay á næstunni. En ég er allavega frekar sátt við að vera búin að borga báðar utanlandsferðirnar sem ég er að fara í á næstu vikum upp í topp.
Ég borgaði til dæmis hótelgistingu fyrir okkur 6 í London um mánaðamótin síðustu. Reikningurinn var í evrum - 1500 evrur alls - og þá stóð evran í sléttum hundraðkalli.
Eins gott að þetta eru ekki verslunarferðir, það hefði komið töluvert strik í þann reikninginn.