Við og þeir
Ég horfi ekki á handbolta fremur en aðra boltaleiki. (Nema ef curling telst boltaleikur - nei, líklega ekki.) Vissi ekki einu sinni fyrr en ég opnaði Moggann í hádeginu að það væri að fara að byrja eitthvert heimsmeistaramót. Eða Evrópumeistaramót. Whatever. Miðað við það sem ég hef séð óvart á netflandri núna í kvöld er ég líklega í góðum málum með mitt áhugaleysi.
Þetta áhugaleysi þýðir líka að ég slepp við þessi hlutverkahamskipti sem ég verð svo oft vör við hjá íþróttaáhugafólki (og stundum líka fólki sem hefur ekki minnsta áhuga á íþróttum nema kannski rétt í kringum stórmót). Ég segi semsagt ekki ,,við unnum" þegar við á en ,,strákarnir skíttöpuðu" þegar illa gengur.
Á morgun talar líklega enginn um okkur.