Tölvuspurning
Segið mér nú, þið sem vit hafið á: hver er hagstæðasta lausnin ef mig vantar ódýra og einfalda fartölvu sem ég nota eingöngu fyrir einfalda ritvinnslu (skrifa minnispunkta í eldhúsinu og svona) og svo til að lesa tölvupóst og þess háttar? Á ég að kaupa notaða tölvu eða er til einhver tvöhundruð dollara (jæja, kannski ekki alveg ...) tölva sem er í lagi að kaupa?
Ókei, ókei, og svo mundi ég líka nota hana til að fara í einhverja simpla tölvuleiki á netinu þegar ég er að horfa á sjónvarpið ...