Pönk og prédikanir
Ég sé á blogggáttinni að það eru allir að skrifa um eitt af þrennu: a) Forkosningarnar í Nevada b) Bobby Fischer c) Framsóknarflokkinn.
Ég hef ekki áhuga á neinu af þessu og ætla ekki að hafa skoðun. Allavega ekki flíka henni.
Ég ætla aftur á móti að lýsa því yfir alveg kinnroðalaust að pönktónleikarnir sem ég fór á í Laugarneskirkju í kvöld (með pönksveitinni Trúboðunum og norðlenska upphitunarbandinu Bláa hnefanum) voru stórskemmtilegir. Prédikanirnar líka.
Ég væri alveg til í að fara oftar í kirkju ef það væri meira pönk í boði. Annars eru líklega yfir 25 ár síðan ég fór síðast á pönktónleika. Og það var ekki í kirkju.