Kálbögglaveisla
Boltastelpan kom ein í mat í gær til að fá kálbögglana sína. Reyndar nennti ég ekki þegar til kom að fara eftir uppástungu hennar um tíu rétta kálbögglaveislu - við vorum annars langt komnar að plana hana: Kálbögglasúpa í forrétt, svo soðnir kálbögglar, gufusoðnir kálbögglar, ofnbakaðir kálbögglar, pönnusteiktir kálbögglar, grillaðir kálbögglar, kálbögglagratín, kálbögglaragú, viðsnúnir kálbögglar - en við vorum enn að vandræðast með eftirréttinn, efast þó ekki um að lausn hefði fundist á því. Kannski verður kálbögglaveislan mikla haldin einhverntíma seinna en barnið borðaði allavega nægju sína af hefðbundnum kálbögglum.
Ég held samt að ég sé ekkert að nýta mér kálbögglahugmyndirnar í matarboðið sem ég er að plana fyrir saumaklúbbinn minn.