Forspárgildi?
Ég skil ekki alveg klausu í Fréttablaðinu í morgun þar sem það er tekið sem dæmi um forspárgildi skáldverka að Mikael Torfa skrifaði í bókinni Falskur fugl sem kom út 1997 eitthvað um unglinga í Efstaleiti (svo!) sem voru teipaðir við rúmið. Fínt að fjalla um það en í hverju liggur forspárgildið? Þessi mál voru einmitt til umfjöllunar árið 1997 í tengslum við það að dómur féll í skaðabótamáli þar sem slík meðferð á unglingi var hluti af málinu. Svo að Mikki var ekki að spá fyrir um neitt, heldur bara nota þekkt atvik sem var í umræðunni.