(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=void 0!=f?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(void 0==f)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=0=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; 0=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&0=b&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

16.12.07

Umhverfisverndarsinninn

Ég kom við í vinnunni hjá einkasyninum áðan og fékk hjá honum tvöfaldan cappuccino. Sagði honum meðal annars að ég væri að plana að gerast umhverfisverndarsinnaðri en ég hef verið hingað til, fara að tilmælum norsku umhverfisverndarsamtakanna og ganga í efnisminni fötum en ég þó geri. Einkum og sér í lagi nærhöldum.

Honum svelgdist á límonaðinu sínu.

En mér finnst þetta helvíti fín hugmynd. Nú nota ég frekar stór númer af fötum og er þar af leiðandi ekki nógu umhverfisvæn en get bara bætt það upp með því að hafa þau enn flegnari og nærskornari en ég er vön.

Sem er bara hið besta mál.

|