Jólalegt í ísskápnum
Ég rölti upp í Nóatún áðan og kom aftur klyfjuð nautatungum (fyrir Þorláksmessuboðið), andalifrarkæfu (nehei, tími henni ekki í Þorláksmessuboðið), þurrkuðum sveppum, andakrafti (hljómar það ekki svolítið dulrænt?) og einhverju fleira gourmet-dóti. Það er að verða pínu jólalegt í ísskápnum (ekki síst út af hangikjötslyktinni). Svo þarf ég bara að pússa Stilton-spaðann og svona.
Verst með jólatiltektina. Ég var að hugsa um að leysa það mál bara með því að færa dót á milli herbergja - en til að það gengi upp þyrfti ég að hafa einhvers staðar ónotað aukaherbergi, svo að líklega verð ég að grípa til annarra ráða. Til dæmis að taka til ...
Kannast einhver við makkarónusalat sem þessi lýsing gæti átt við?