Allt undir jólakontról
Ég er farin að halda að þetta verði stresslausustu jól ever. Annaðhvort það eða ég er að gleyma einhverju ... stóru.
Jólagjafirnar - nokkurnveginn á hreinu. Keyptar eða ákveðnar.
Jólabaksturinn - kominn vel af stað með hjálp barnabarnanna.
Jólatiltektin - já. Einmitt. Það reddast.
Jólamaturinn - ákveðinn og til í frysti að mestu. (Þarf að muna að kaupa vínið samt.)
Jólatréð - var keypt í dag.
Jólakortin - löngu hætt að nenna því veseni.
Jólaskreytingarnar - eru að koma upp smátt og smátt samkvæmt óskum barnabarnanna. (Nema ég er enn ekki búin að finna sogskálafestingarnar fyrir seríurnar.)
Jólaskapið - kemur á Þorláksmessu.
Þorláksmessuveitingarnar - verða útbúnar á síðustu stundu eins og venjulega. Nema auðvitað skinkan, en hún er í góðum gír á svölunum (allavega er tunnan ekki fokin enn).
Sem sagt, allt undir kontról.
Nema ég sé að gleyma einhverju.