Spilling the beans
Ég er að lesa afskaplega skemmtilega ævisögu sem byrjar svona: ,,I was conceived in a bath in Norfolk in September 1946. How can I know? Well, my mother told me. As she put it they were all rather exhausted after the war and there weren't that many opportune occasions. ... My father was fifty when I was born and my mother thirty-nine so really I was a nasty shock to everyone ..."
Sú sem þannig var getin er Clarissa Theresa Philomena Aileen Mary Josephine Agnes Elsie Trilby Louise Esmerelda Dickson Wright - hún var látin heita Esmeralda í höfuðið á uppáhaldsgyltu föður síns. Faðirinn var frægur skurðlæknir og heimilislæknir drottningarmóðurinnar (Yehudi Menhuin og Sir Alexander Fleming voru á meðal heimilisvina) en heima fyrir lamdi hann konu sína og börn í plokkfisk (bókin er semsagt ekki öll skemmtileg). Clarissa lauk lögfræðiprófi 21 árs og er yngsta kona sem nokkru sinni hefur fengið málflutningsréttindi í Bretlandi - ég held að það met standi enn. Hún drakk frá sér þriggja milljóna punda arf, endaði á götunni, fór í meðferð, er búin að vera þurr í tuttugu ár og er langþekktust sem önnur af Two Fat Ladies.
Hörkukvenmaður. Og afskaplega góður kokkur. Get alveg mælt með Spilling the Beans.