Hreint borð
Allt farið í prentsmiðju og ég er að taka til í prófarkastöflunum á borðinu hjá mér; en aðrir eru greinilega að gera það líka því pappírstunnan er full. Það er ruslafatan mín líka svo að líklega þarf ég að henda próförkunum í smáskömmtum næstu daga.
Og tveir mánuðir til jóla. Einhvern tíma hefði það nú þótt gott að vera búin að koma öllu af sér á þeim tímapunkti. Ætli seinasta bókin sem ég vann í hjá Iðunni hafi ekki verið Bó&Co fyrir jólin 2001? Og hún fór ekki í prentsmiðju fyrr en undir mánaðamótin nóvember/desember, minnir mig.
En það er svosem nóg af verkefnum sem liggur fyrir.
Ég er víst orðin svoddan seleb að ég get ekki haldið matarboð nema það fari í blöðin. En ég þarf að leiðrétta að það hafi verið ellefu réttir. Maður telur ekki kaffið og konfektið með (nema kannski ef konfektið er heimagert, sem ég nennti ekki að standa í að þessu sinni). Svo að þeir voru bara tíu. Sorrí.