(function() { (function(){function b(g){this.t={};this.tick=function(h,m,f){var n=f!=void 0?f:(new Date).getTime();this.t[h]=[n,m];if(f==void 0)try{window.console.timeStamp("CSI/"+h)}catch(q){}};this.getStartTickTime=function(){return this.t.start[0]};this.tick("start",null,g)}var a;if(window.performance)var e=(a=window.performance.timing)&&a.responseStart;var p=e>0?new b(e):new b;window.jstiming={Timer:b,load:p};if(a){var c=a.navigationStart;c>0&&e>=c&&(window.jstiming.srt=e-c)}if(a){var d=window.jstiming.load; c>0&&e>=c&&(d.tick("_wtsrt",void 0,c),d.tick("wtsrt_","_wtsrt",e),d.tick("tbsd_","wtsrt_"))}try{a=null,window.chrome&&window.chrome.csi&&(a=Math.floor(window.chrome.csi().pageT),d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.chrome.csi().startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a==null&&window.gtbExternal&&(a=window.gtbExternal.pageT()),a==null&&window.external&&(a=window.external.pageT,d&&c>0&&(d.tick("_tbnd",void 0,window.external.startE),d.tick("tbnd_","_tbnd",c))),a&&(window.jstiming.pt=a)}catch(g){}})();window.tickAboveFold=function(b){var a=0;if(b.offsetParent){do a+=b.offsetTop;while(b=b.offsetParent)}b=a;b<=750&&window.jstiming.load.tick("aft")};var k=!1;function l(){k||(k=!0,window.jstiming.load.tick("firstScrollTime"))}window.addEventListener?window.addEventListener("scroll",l,!1):window.attachEvent("onscroll",l); })();

Konan sem kyndir ofninn sinn

Eldhúsreyfarar miðaldra matargúrús á Skólavörðuholtinu

16.10.07

Kynjamunur á tippum

-Þú vilt skrifa tippi með ufsíloni, er það ekki? sagði ég við einn höfundinn okkar um daginn. -Æ, jú, auðvitað, þú ert karlmaður. Útskýrði svo fyrir honum að karlmenn skrifa helst typpi, konur miklu frekar tippi. (Jújú, það er fullt af undantekningum - en þetta er meginreglan.)

Þetta þótti honum merkilegt, hafði ekki áttað sig á þessu. Ég fékk svo skyndilega bakþanka - maðurinn átti eftir að ganga frá formálanum þar sem hann nefndi mig á nafn og ég sá fyrir mér að nú yrði mín kannski getið fyrir það eitt að hafa verið með kenningar um kynjamun á tippastafsetningu. Svo að ég flýtti mér að segja honum (sem er reyndar dagsatt) að ég vildi helst alls ekki láta þakka mér eitt eða neitt í formála, væri þeirrar skoðunar að það ætti ekkert að þakka fólki sérstaklega fyrir að vinna vinnuna sína. Á Iðunni strikuðum við starfsfólkið iðulega nöfnin okkar út úr handriti ef höfundar ætluðu að fara að ausa þakklæti yfir okkur á prenti. (Og svo voru náttúrlega bækur sem maður vildi ekkert endilega leggja nafn sitt við - en það er allt annað mál.)

Þar sem höfundurinn var að breyta formálanum fram á síðustu stund var ég ekki í rónni fyrr en bókin var örugglega komin í prentsmiðju í Finnlandi. Svo ég væri pottþétt ekki borin fyrir neinum tippastafsetningarkenningum ...

|