Menningarannir
Kjötsúpan mallar í tveimur stærstu pottunum í eldhúsinu og verður svo hituð upp um sexleytið fyrir gesti og gangandi
Ég rölti upp í Nóatún í morgun að kaupa almennilegt kjöt í súpuna og rakst þar á Jóa í Ostabúðinni, sem var að kaupa fulla kerru af brauði. Í einhverja sérpöntun sem hann hafði fengið á seinustu stundu; sjálfur var hann löngu búinn að undirbúa sig fyrir erilinn í búðinni í dag og baka sex hundruð focacciabrauð og þrjú hundruð snittubrauð. Eða eitthvað.
Annars eru bæði Boltastelpan og einkasonurinn að vinna í dag; boltastelpan fór á bakarísvaktina klukkan tuttugu mínútur yfir sjö í morgun en er reyndar væntanlega búin upp úr fjögur. Einkasonurinn stendur stendur aftur á móti kófsveittur fyrir utan Te og kaffi á Laugaveginum og lagar kaffi. Og verður örugglega ákaflega kjötsúpuþurfi þegar hann losnar, sennilega um tíuleytið í kvöld. Svo að ég þarf að muna að taka frá handa honum.
Sjálf er ég að hugsa um að gera sem allraminnst í dag.