Gísli Marteinn og strætó
Ég heyrði í fréttunum í morgun að Gísli Marteinn ætlar ekki bara að gefa strætóbiðstöðvum nöfn, hann er líka að tala um nettengingu í vögnunum og upphituð strætóskýli.
Ég rétt missti af strætó áðan og þarf að bíða í 28 mínútur eftir næsta. Ég get alveg fullvissað Gísla Martein um að nettenging og upphituð skýli er ekki sú aukna þjónusta sem ég þarf mest á að halda.