Matvandi gaurinn
Hana, þar datt Sting út af listanum yfir fólk sem ég gæti hugsað mér að bjóða í mat.
Eða nei, reyndar ekki, hann var þar aldrei. Leiðindagaukur.
Ég mundi samt ekkert móðgast þótt einhver kæmi með nesti í matarboð til mín (það hefur reyndar enginn gert hingað til nema eldra barnabarnið). Ef fólk er með sérþarfir er það þess vandamál, ekki mitt. Grænmetisætur undanskildar, ég er alveg til í að gera eitthvað fyrir þær - og ég er jafnvel til í að muna eftir að hafa eitthvað sem inniheldur ekki hneturmöndlurdöðlurrúsínur ef Gurrí skyldi koma - en þeir sem vilja ekki ger, hvítt hveiti, sykur, mjólkurvörur, ost, egg, fisk, kjöt, kjúkling, innmat, grænmeti ... þeir geta bara passað sig sjálfir. Eða komið með nesti.
Eða allavega látið mig vita fyrirfram.